Víkingaskipið Vésteinn var smíðað á Þingeyri og sjósett í lok júni 2008.
Við smíði Vésteins var stuðst við teikningar af Gaukstaðaskipinu fræga.
Vésteinn er helmingi minna skip en Gaukstaðaskipið og er 12 metra
langt og 3ja metra breitt. Kjölur var lagður í byrjun febrúar 2008 og
tók smíðin um fjóra og hálfan mánuð.
Skipið er smíðað eftir kröfum Siglingastofnunar og því traust ,
sterkt og öruggt til siglinga. Skipið tekur 18 farþega og tveir eru í
áhöfn. Vésteinn er gerður út til siglinga með ferðamenn frá byrjun maí
til septemberloka. Allar upplýsingar um Véstein fást í símum 864 7616 og
861 3267. og á vefsíðu skipsins hér