Framundan hjá vikingum á Þingeyri eru Dýrafjarðardagar sem verða dagana 29. júní - 1. júlí. þar munu Vikingar setja svip á hátíðina eins og vanalega Vikingar verða sýnilegir alla dagana á hátíðinni . Vikingarnir verða á víkingasvæðinu og ætla að bjóða gestum og gangandi að líta á ýmis handverk svo og vinnubrögð víkingatímanns, eldsmíði, siglingu á vikingaskipinu Vésteini svo að eitthvað sé nefnt.
Vésteinn á siglingu.
Átti hér eina mynd af Víkingaskipinu Vésteini á siglingu með ferðamenn síðastliðið sumar. Skipið fór í tvær siglingar af lengra taginu, önnur til Bíldudals á hátíð þeirra Bíldudalsgrænar þar sem vikingar frá þingeyri tóku á móti skipverjum á bakkanum og eyddu helginni á Bíldudals grænum, og þökkum við bæjarbúum og hátíðarhöldurum fyrir gestrisnina. Hin ferðin var á siglingadaga á Húsavík og og tók ferðin svolítið á töluverður sjógangur og bara hálfgerð bræla að sögn skipsstjóranns Valdimars Elíassonar og Konu hanns Sonju, en þau fóru ásamt þriðja manni í þessa ferð.
.
Æfingabúðir William R Short
William R Short kom í heimsókn til okkar og hélt æfingabúðir fyrir vikinga á Þingeyri sunnudaginn 2. oktober. William Short hefur komið til okkar undanfarin ár og kennt okkur að meðhöndla vopn og bardaga tækni með sverð og skjöld og þessi helstu vopn vikinganna.
Dýrafjarðardagar 1-3 júlí
Dýrafjarðardagar framundan hjá Vikingum á Þingeyri. Frá Kl. 16:00 á laugardag verða Víkingar á Víkingasvæðinu fram eftir kvöldi. Víkingarnir verða með ýmsan handverks varning til sýnis og sölu ásamt járnsmið og hljóðfæraleik að hætti víkinga. Kl. 16:00 Gísli Súrsson á Víkingasvæðinu einleikur um Gísla Súrrson víkinginn knáa frá Haukadal. Eftir Elvar Loga, sem leikur einnig.
Frá Kl. 16:00 - 17:00 verður Sigling með Víkingaskipinu Vésteini. Börn yngri en 12 ára þurfa að vera í fylgd fullorðinna, tekið er smá gjald fyrir ferðina.
Á sunnudeginum frá Kl. 14:00 verða Víkingar á Víkingasvæðinu fram eftir degi.
Einnig verður Sigling með Víkingaskipinu Vésteinifrá Kl. 14:00-15:00.
Víkingaskipi tekur á sig nýja mynd, komnir eru skyldir á hvern mann við árar. Stefnt er að fara á skipinu á Bíldudal í Arnarfirði og nema þar land um næstu helgi eða 24-26 júní. Víkingar á Þingeyri verða vonandi fjölmennir þar og verða með sýningu á handverki og vinnubrögðum víkinga.
Bíldudalur 24. – 26. júní.
Framunndan hjá vikingum á Þingeyri er ferð til Bíldudals á þeirra bæjarhátíð helgina 24. – 26. júní , munum við reyna að vera yfir helgina. Stefnan er sú að fara snemma morgunns á víkingaskipinu Vésteini og nema land á Bíldudal og setja upp tjaldbúðir á góðum stað í hjarta bæjarinns.
Myndir af sýningunni í albúmi.
Myndir komnar í myndaalbúmið af víkingasýningunni sem við héldum helgina 22-24 apríl í Félagsheimilinu á Þingeyri. Fjöldi gesta leit við og skoðaði búninga og muni frá víkinga tímanum, allir munir og búningar eru handgerðir af víkingum á þingeyri, utan nokkurra leirskála.
Víkingar á Þingeyri með Vikingasýningu í Félagsheimilinu.
Föstudagur 22. Apríl 2011
Víkingar á Þingeyri verða með opið hús frá kl. 16:00 – 19:00. í Félagsheimilinu. Til sýnis verða sem flestir víkingabúningar
sem til eru á Þingeyri, munir og verkfæri ásamt handverki í vinnslu. Okkur
langar að biðja alla sem eiga víkingabúninga eða aðra slíka muni að
lána þá sem sýningargripi þennan dag (muna að merkja). Mótttaka
verður í Félagsheimilinu milli 18 og 19 miðvikudaginn
20. apríl. Komið og kíkið á víkingasafnið.
Starfandi víkingar
Bardagalist Vikinganna, æfingabúðir með William Short
Dagana 4. og 5. september kom til okkar William R Short fræðimaður um vikinga, en hann hefur kannað sögu og bardaga tækni Víkinga, og hefur gefið út bækur þess efnis. Myndir frá æfingabúðum í albúmi.
Dýrafjarðardagar 2.-4. júlí
Dýrafjarðardagar framundan dagana 2.-4. júlí þar sem Vikingar á Þingeyri verða á sveimi alla helgina. Vikingarnir verða á víkingasvæðinu og bjóða gestum og gangandi að líta á ýmis handverk svo og vinnubrögð víkingatímanns, sigling á vikingaskipinu Vésteini, eldsmíði, víkingatónlist, Gengið verður um slóðir Gísla Súrssonar undir leiðsögn Þóris Guðmundssonar á laugardeginum kl:10.oo, einnig verður sýnt leikritið um Gísla Súrsson eftir Elvar Loga á Gíslastöðum í Félagsheimilinu í Haukadal kl: 12.oo eftir gönguferðina. Grillveislan og kvöldvakan verður á laugardagskvöldið frá 19-23 á Víkingasvæðinu og dansleikur með hljómsveitinni Hjaltalín í Félagsheimilinu á Þingeyri um miðnætti.
Víkingaslóðir.
Vikingar á Þingeyri búa á slóðum Gísla Súrssonar eða í næsta nágrenni við hans heimaslóð sem var í Haukadal í Dýrafirði.Þar er meðal annars að finna ýmis örnefni sem nefnd eru í sögunni eins og Seftjörnin þar sem þeir félagar stunduðu ísknattleik. Einnig sést vel móta fyrir hólnum sem talið er að skáli Gísla hafi staðiðá og þar fyrir neðan sá staður er nábúar Gísla bjuggu á sem hét Sæból. Þar er enn sá litli lækur er lá á milli bæjanna sem neysluvatn var fengið úr. Auðvelt er að ímynda sér aðstæður Gísla og hvernig þeir viðburðir áttu sér stað sem fram koma í sögunni, a.m.k. þegar maður er búinn að kynna sér söguna. Á Þingeyri er nú hin myndarlegasta víkingaaðstaða og víkingaskip sem er í anda víkinganna og eru víkingar á Þingeyri sýnilegir ásamt öðrum á hátíðinni Dýrafjarðardagar sem haldin er fyrstu helgi júlímánaðar ár hvert.
Gíslahóll fyrir miðju, Sæból lengst til vinstri þar sem er nú sumarhús.
Seftjörnin
Vikingar á Þorrablóti.
Vikingar á Þingeyri settu svip á þorrablót sem haldið var á Þingeyri, 12-15 vikingar mættu í öllum sínum herklæðum, dönsuðu þeir vikivaka og tóku lagið. Þorrablótið var einnig hugsað með nokkurskonar víkinga þema í þetta skiftið og voru hangandi munir frá vikingonum á veggjum sem skreytingar, vakti þetta mikla lukku og eftirtekt gesta og aldrei að vita nema þetta eigi eftir að endurtaka sig á komandi árum. Myndin er frá Davíð Davíðsyni, myndir af víkingonum á þorrablóti er hægt að finna hér. http://daddi.123.is/album/default.aspx?aid=170483
Vikingar frá Þingeyri fjölmenntu á Gásir í Eyjafirði.
14 Vikingar frá Þingeyri dulbúnir sem miðaldamenn voru mættir að Gásum í Eyjafirði, í heildina voru um 60 uppáklæddir þátttakendur á svæðinu meirihlutinn voru þó dulbúnir víkingar, félagar úr Rimmugíg og Hringhornar voru einnig á staðnum og sýndu bardaga og ýmsa leiki. Okkar fólk var með sölubása með ýmiskonar vefnaðarvörum hálsfestum og annarsskonar handgerða muni, einnig sýndu konurnar okkar hvernig bakað var brauð á eldi og var geysi vinsælt og seldist eins og heitar lu..... Þingeyringar voru einnig með eldsmiðju og meistara eldsmið, einnig sýndu þeir hljóðfæri frá gamla tímanum og tekin voru nokkur lög. En semsagt voru vikingarnir frá Þingeyri þó nokkuð margir og virkir þátttakendur í Gásum 2009. (Myndir í Albúmi.)
Áhugi er fyrir ferð á Gásir í Eyjafrði. Gott að vita ef fleiri hafa áhuga að fara. Gásir eru við Hörgárósa í Eyjafirði, 11 km norðan við Akureyri.
Dýrafjarðardagar liðnir.
Um 50 vikingar voru á staðnum og myndaðist góð stemming í hópnum. Félagar úr Hringhorna frá Akranesi mættu á staðinn og sýndu ýmsa leiki við góðar undirtektir einnig komu nokkrir félagar úr Rimmugíg á svæðið. Heimamenn voru einnig fjölmennir um 25 vikingar og sýndu þeir handverk og járnsmíði,og voru einnig farnar nokkrar ferðir á víkingaskipinu Vésteini. Nokkrar myndir komnar í albúmið
Framundan
Framundan hjá vikingum á Þingeyri eru Dýrafjarðardagar þar sem Vikingar setja svip á hátíðina. Vikingar hafa yfirleitt verið sýnilegir alla dagana á hátíðinni og verður engin breiting á því þetta árið. Vikingarnir verða á víkingasvæðinu og ætla að bjóða gestum og gangandi að líta á ýmis handverk svo og vinnubrögð víkingatímanns, eldsmíði, vikingaleikir dans, vikingatónlist, siglingu á vikingaskipinu Vésteini svo að eitthvað sé nefnt.
Vikingarnir á Bíldudalsgrænum.
Vikingarnir á Þingeyri numu land á Bíldudal laugardaginn 27. júní, og tóku þátt um 20 vikingar ferðin tókst vel og fóru allir heim með bros á vör eftir ferðina.